Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 05. nóvember 2022 15:20
Aksentije Milisic
Southgate: Yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitaleikinn
Gareth Southgate og Harry Maguire.
Gareth Southgate og Harry Maguire.
Mynd: Getty Images

Gareth Southgate, stjóri enska landsliðsins, segir að það yrðu vonbrigði ef liði hans mistekst að komast í úrslitaleikinn á HM sem hefst í Katar síðar í þessum mánuði.


Hinn 52 ára gamli Southgate tók við enska landsliðinu af Roy Hodgson árið 2016 en þá hafði Ísland hent Englendingum úr keppni á EM í Frakklandi.

Southgate hefur stjórnað enska liðinu á tveimur stórmótum. Á HM í Rússlandi fór hann með liðið í undanúrslit og síðan í úrslitaleikinn á EM á síðasta ári.

„Sagan sýnir að þegar England er undir pressu þá verða vonbrigði. Núna erum við hins vegar með hóp sem við vitum að getur náð árangri," sagði stjórinn.

„Þeir hafa verið í undanúrslitum og úrslitum. Allt annað en það yrðu vonbrigði á HM."

Fyrsti leikur Englands verður þann 21. nóvember en þá mætir liðið Íran. Síðan koma leikir gegn Wales og Bandaríkjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner