Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   lau 05. nóvember 2022 22:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Þægilegur sigur í síðasta leik Pique á ferlinum
Mynd: EPA
Pique fagnar með Dembele í kvöld
Pique fagnar með Dembele í kvöld
Mynd: EPA

Gerard Pique var í byrjunarliðinu hjá Barcelona í síðasta leik sínum á ferlinum þegar liðið tók á móti Almeria á Camp Nou.


Barcelona fékk gullið tækifæri að komast yfir strax á 7. mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu. Robert Lewandowski bauð Pique að taka vítið en hann afþakkaði.

Lewandowski steig á punktinn og klikkaði, boltinn strauk utanverða stöngina.

Þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks átti Ousmane Dembele skalla úr dauðafæri en setti boltann beint á markvörð Almeria.

Snemma í siðari hálfleik tókst Dembele að bæta upp fyrir klúðrið og kom liðinu yfir. Frenkie de Jong bætt öðru marki við þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum og þar við sat. 2-0 sigur Barcelona í síðasta leik Pique á ferlinum.

Hann fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins en Andreas Christiansen kom inn á í hans stað.

Önnur úrslit og markaskorar í kvöld

Celta 1 - 2 Osasuna
0-1 Ezequiel Avila ('8 )
1-1 Iago Aspas ('19 )
1-2 Ezequiel Avila ('28 )

Valladolid 2 - 1 Elche
1-0 Javi Sanchez ('40 )
2-0 Roque Mesa ('46 )
2-1 Josan ('63 )

Getafe 0 - 0 Cadiz
Rautt spjald: , ,Pedro Gaston Alvarez Sosa, Getafe ('90)Portu, Getafe ('90)Luis Hernandez, Cadiz ('90)

Barcelona 2 - 0 Almeria
0-0 Robert Lewandowski ('7 , Misnotað víti)
1-0 Ousmane Dembele ('48 )
2-0 Frenkie de Jong ('62 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 27 17 6 4 57 26 +31 57
2 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
3 Atletico Madrid 27 16 8 3 44 18 +26 56
4 Athletic 27 13 10 4 45 24 +21 49
5 Villarreal 26 12 8 6 48 36 +12 44
6 Betis 27 11 8 8 35 33 +2 41
7 Mallorca 27 10 7 10 26 33 -7 37
8 Vallecano 27 9 9 9 29 29 0 36
9 Sevilla 27 9 9 9 32 36 -4 36
10 Celta 27 10 6 11 40 41 -1 36
11 Real Sociedad 27 10 4 13 23 28 -5 34
12 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
13 Getafe 27 8 9 10 23 22 +1 33
14 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
15 Valencia 27 6 9 12 30 45 -15 27
16 Leganes 27 6 9 12 24 40 -16 27
17 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
18 Alaves 27 6 8 13 30 40 -10 26
19 Las Palmas 27 6 6 15 30 45 -15 24
20 Valladolid 27 4 4 19 18 62 -44 16
Athugasemdir
banner
banner