Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   lau 05. nóvember 2022 19:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Werder Bremen rétt marði botnliðið

Werder 2 - 1 Schalke 04
1-0 Niclas Fullkrug ('29 )
2-0 Marvin Ducksch ('76 )
2-1 Dominick Drexler ('89 )


Werder Bremen fékk Schalke í heimsókn í síðasta leik dagsins í þýsku deildinni.

Gestirnir, sem voru á botni deildarinnar fyrir leikinn byrjuðu betur og Alex Kral kom boltanum í netið eftir stundarfjórðung en hann var rétt fyrir innan vörnina og VAR dæmdi hann rangstæðan.

Werder Bremen náði að refsa fyrir þetta og Niclas Fullkrug kom liðinu yfir eftir hálftíma leik. Undir lok fyrri hálfleiks var Schalke nálægt því að jafna en Simon Trodder skallaði boltann í utanverða stöngina.

Snemma í síðari hálfleik urðu leikmenn Schalke brjálaðir þegar dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara hönd varnarmanns Bremen, VAR steig ekki inn í og leikmenn Schalke alls ekki sáttir.

Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka tryggði Marvin Ducksch svo Werder sigurinn en Dominick Drexler náði að klóra í bakkann á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 25 19 4 2 74 23 +51 61
2 Leverkusen 25 15 8 2 55 30 +25 53
3 Mainz 25 13 5 7 42 26 +16 44
4 Eintracht Frankfurt 25 12 6 7 51 39 +12 42
5 Freiburg 25 12 5 8 34 36 -2 41
6 RB Leipzig 25 10 9 6 39 33 +6 39
7 Wolfsburg 25 10 8 7 49 39 +10 38
8 Stuttgart 25 10 7 8 44 39 +5 37
9 Gladbach 25 11 4 10 39 38 +1 37
10 Dortmund 25 10 5 10 45 39 +6 35
11 Augsburg 25 9 8 8 28 35 -7 35
12 Werder 25 9 6 10 38 49 -11 33
13 Hoffenheim 25 6 8 11 32 47 -15 26
14 Union Berlin 25 7 5 13 22 38 -16 26
15 St. Pauli 25 6 4 15 19 30 -11 22
16 Bochum 25 5 5 15 26 49 -23 20
17 Holstein Kiel 25 4 5 16 37 61 -24 17
18 Heidenheim 25 4 4 17 28 51 -23 16
Athugasemdir
banner
banner
banner