Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   lau 05. nóvember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Bronckhorst hefði ekki viljað sleppa Meistaradeildinni
Mynd: Rangers

Rangers bætti met sem enginn vill bæta en liðið var með slakasta árangur í sögu riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár. Liðið var með 0 stig og markatöluna 2-22.


Þrátt fyrir þennan árangur hefði Giovani van Bronckhorst stjóri liðsins ekki viljað frekar ná lengra í Evrópudeildinni.

„Þegar þú getur komist í Meistaradeildina viltu að leikmennirnir nái því og við gerðum það. Það var stórt afrek en leiðin þangað var ekki auðveld. Okkur dreymdi um að spila í Meistaradeildinni, þetta er ekki Evrópudeildin, þegar þú nærð árangri verða væntingarnar alltaf þær sömu. Ég hefði ekki viljað breyta neinu sem gerðist, þetta fer í reynslubankann," sagði Van Bronckhorst.

Rangers fór alla leið í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð en liðið tapaði þar gegn Frankfurt.


Athugasemdir
banner
banner