Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 05. nóvember 2022 13:20
Aksentije Milisic
Van Dijk hefði elskað að spila með De Bruyne
Mynd: EPA

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og hollenska landsliðsins, var spurður út í það hvaða leikmann hann hefði elskað að hafa í sínu liði.


Liverpool og Manchester City hafa barist hart um Englandsmeistaratitilinn síðustu ár en mikil viðring ríkir á milli þessara tveggja liða.

Van Dijk og Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, eru góðir félagar en þeir sáust skemmta sér saman í sumarfríinu fyrr á þessu ári.

„Kevin De Bruyne, hann er ótrúlegur. Ég held ef hann væri í Liverpool, þá væri félagið komið enn lengra en það er nú þegar. Hann skarar fram úr," sagði van Dijk þegar hann valdi De Bruyne.

Belginn hefur verið einn besti leikmaður í ótrúlegu Manchester City liði undanfarin ár en hann skoraði stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu gegn Leicester City í síðustu umferð og tryggði Englandsmeisturunum stigin þrjú.


Athugasemdir
banner
banner
banner