lau 05. nóvember 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Voru ekki að stressa sig á einhverjum hrakfallaspám
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Almarr Ormarsson lagði skóna á hilluna á dögunum en hann lék með Fram í sumar. Fram spilaði í Bestu deildinni eftir að hafa unnið Lengjudeildina í sumar.


Flestir spáðu liðinu falli en svo fór að Fram endaði í 9. sæti deildarinnar. Almarr var til viðtals á Fótbolta.net á dögunum og var spurður út í árangur liðsins í sumar.

„Liðið var betra en margir spámenn héldu, þeir voru kannski svolítið lengi að púsla þessu saman fyrir mót og það var ein af þessum ástæðum sem menn höfðu ekki trú á þeim," sagði Almarr.

„Nonni hafði trú á verkefninu, hann var ekki að stressa sig þó það hafi verið einhverjar hrakfallaspár, í hvert skipti sem ég talaði við hann var hann ekkert að spá í að það væri einhver möguleiki á falli."

Leikir Fram í sumar buðu upp á mörg mörk hjá báðum liðum en Almarr segir að koma hans og Brynjars Gauta Guðjónssonar hafi hjálpað varnarleiknum.

„Það er oft einfaldara að laga það að stoppa mörkin heldur en að skora mörkin, þeir voru að skora mörk, hitt var vandamálið. Þegar við Brynjar komum þá náðum við að stoppa í holurnar og það var þetta ekkert spurning," sagði Almarr að lokum.


Fann að tíminn var kominn - „Hætt að vera jafngaman og þetta á að vera"
Athugasemdir
banner
banner
banner