Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 06. júní 2016 22:34
Arnar Daði Arnarsson
Laugardalsvelli
Sverrir: Erfiðara að sofna í kvöld en að vakna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í miðverðinum hjá íslenska landsliðinu í 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leik landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

„Við byrjuðum þetta nokkuð kröftuglega. Það voru aðeins teknísk mistök, við vorum að venjast vellinum. Eftir að við skoruðum fyrsta markið þá fannst mér við hafa öll tök á leiknum og stjórnuðum honum alveg þangað til að hann var búinn."

„Maður verður að vera klár í svona leiki líka. Þegar við erum mikið með boltann og að sækja þá verður maður að vera klár þegar skyndisóknirnar koma og mér fannst við vera með góðan balance á liðinu í dag og það var engin hætta," sagði Sverrir Ingi en landsliðið ferðast til Frakklands í hádeginu á morgun.

„Nú fáum við að hitta fjölskylduna. Síðan eigum við að vera komnir upp á hótel klukkan tólf. Síðan förum við til Frakklands í fyrramálið. Það verður örugglega erfiðara að sofna í kvöld en að vakna í fyrramálið. Við erum gríðarlega spenntir og gaman að kveðja fólkið með 4-0 sigri og það gefur okkur sjálfstraust inn í mótið," sagði miðvörðurinn í viðtali við Fótbolta.net

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner