
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í miðverðinum hjá íslenska landsliðinu í 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leik landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 0 Liechtenstein
„Við byrjuðum þetta nokkuð kröftuglega. Það voru aðeins teknísk mistök, við vorum að venjast vellinum. Eftir að við skoruðum fyrsta markið þá fannst mér við hafa öll tök á leiknum og stjórnuðum honum alveg þangað til að hann var búinn."
„Maður verður að vera klár í svona leiki líka. Þegar við erum mikið með boltann og að sækja þá verður maður að vera klár þegar skyndisóknirnar koma og mér fannst við vera með góðan balance á liðinu í dag og það var engin hætta," sagði Sverrir Ingi en landsliðið ferðast til Frakklands í hádeginu á morgun.
„Nú fáum við að hitta fjölskylduna. Síðan eigum við að vera komnir upp á hótel klukkan tólf. Síðan förum við til Frakklands í fyrramálið. Það verður örugglega erfiðara að sofna í kvöld en að vakna í fyrramálið. Við erum gríðarlega spenntir og gaman að kveðja fólkið með 4-0 sigri og það gefur okkur sjálfstraust inn í mótið," sagði miðvörðurinn í viðtali við Fótbolta.net
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir