Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 06. ágúst 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
FH fær landsliðskonu frá Saint Kitts and Nevis (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur fengið liðsstyrk í Pepsi Max-deild kvenna en sóknarmaðurinn Phoenetia Browne er komin til félagsins.

Hin 26 ára gamla Browne þekkir til á Íslandi en hún skoraði tíu mörk í sextán leikjum með Sindra í 1. deildinni árið 2017.

Brown kemur frá Åland United frá Álandseyjum en liðið hefur spilað í finnsku úrvalsdeildinni.

Browne er landsliðskona hjá Saint Kitts and Nevis en hún hefur skorað mikið fyrir landsliðið þar.

FH er í neðsta sæti í Pepsi Max-deild kvenna, fjórum stigum frá öruggu sæti. FH hefur einungis skorað þrjú mörk í átta fyrstu leikjunum en Browne gæti hjálpað liðinu að skora fleiri mörk.

Draumaliðsdeild 50skills
Browne er mætt í Draumaliðsdeild 50skills. Kemst hún í þitt lið?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner