Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 06. október 2021 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Blikar töpuðu fyrir PSG - Færin fóru forgörðum
Breiðablik stóð í PSG og fékk færin en vantaði herslumuninn gegn franska stórliðinu
Breiðablik stóð í PSG og fékk færin en vantaði herslumuninn gegn franska stórliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik 0 - 2 PSG
0-1 Lea Khelifi ('17 )
0-2 Grace Geyoro ('89 )
Lestu um leikinn

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 PSG

Breiðablik tapaði fyrsta leik sínum, 2-0, er liðið mætti Paris Saint-Germain í B-riðli Meistaradeildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

Það var mikill kraftur í Blikaliðinu þegar flautað var til leiks og átti liðið nokkur hálffæri. Strax á 9. mínútu fengu Blikar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en Barbora Votíková varði frá henni.

Átta mínútum síðar komst PSG yfir með marki frá Leu Khelifi. Það var Sakina Karchaoui sem átti sendingu inn fyrir á Khelifi og skoraði hún örugglega af stuttu færi.

Agla kom sér í dauðafæri á 26. mínútu er hún komst fyrir sendingu en missti síðan boltann of langt frá sér og sá Barbora við henni í markinu.

Blikarnir stóðu vel í PSG í fyrri hálfleiknum og sýndu að þær eiga vel heima á þessu sviði. Þær voru svo nálægt því að jafna í upphafi síðari hálfleiks eftir mikinn darraðadans í teignum en boltinn vildi ekki inn.

PSG fékk dauðafæri til að gera út um leikinn á 80. mínútu en Hafrún Rakel Halldórsdóttir bjargaði á línu frá Kadidiatou Diani áður en Telma Ívarsdóttir varði seinna skotið frá Söru Däbritz.

Níu mínútum síðar kom markið sem gulltryggði sigurinn. Grace Geyoro gerði það með föstu og hnitmiðuðu skoti. 2-0 sigur PSG staðreynd.

Þetta var ágætis próf fyrir Blika og alveg ljóst að liðið á góðan möguleika á að safna stigum gegn þeim bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner