Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 08. júní 2016 10:38
Hafliði Breiðfjörð
Annecy
Lars: Völlurinn lítur vel út
Icelandair
Lars á æfingasvæðinu í dag.
Lars á æfingasvæðinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ferðin hingað var frábær og kveðjurnar frá Icelandair voru mjög góðar. Ferðalagið hingað var fullkomið og allt gekk 100% upp í gær," sagði Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Íslenska liðið mætti í dag á sína fyrstu æfingu í Annecy og Lars er ánægður með aðstæðurnar hjá liðinu.

Lars er ánægður með æfingavöllinn en ákveðið var að leggja nýtt gras á hann í vor þar sem gamla grasið þótti ekki nógu gott.

„Það er búið að endurleggja grasið á völlinn, það var byrjað á því í lok apríl. Mér finnst þeir hafa unnið gott starf á stuttum tíma. Völlurinn lítur vel út núna," sagði Lars en völlurinn var blautur í dag eftir rigningu.

„Við sjáum hvað gerist ef það rignir mikið en þá er búið að lofa okkur að annar völlur verði klár. Þetta lítur vel út. Ég kann við umhverfið og hótelið er gott,"

Æfingin í dag verður róleg en frá og með morgundeginum hefst alvöru undirbúningur fyrir leikinn gegn Portúgal á þriðjudag.

„Í dag verður létt æfing og strákarnir spiluðu sem 90 mínútur ráða hvað þeir gera. Ég reikna með að þeir hætti eftir fyrri hluta æfingarinnar. Frá og með morgundeginum einbeitum við okkur að því hvernig við ætlum að spila gegn Portúgal, sóknar og varnarlega."

Lars er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum í dag.

„Það var gott að sjá Kolbein spila 80 mínútur. Í síðustu viku var Birkir smá meiddur og Kári með flensu en það eru allir klárir núna. Frá og með deginum í dag ætti enginn að vera í vandræðum með að æfa," sagði Lars.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner