Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 09. ágúst 2021 22:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Karl: Þetta var full mikil spenna í lokin
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Viktor Karl fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Stjarnan og Breiðablik í 16. umferð Pepsi-Max deildar karla en þar enduðu leikar með 3-1 sigri Breiðablik. Mörk Blika skoruðu Viktor Karl Einarsson og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika skoraði tvö. Mark Stjörnumanna skoraði Oliver Haurits.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

"Mér líður vel, þrír punktar það var það sem við ætluðum að sækja. Þetta var full mikil spenna í lokin en við tókum punktana þrjá þannig ég er bara sáttur" Sagði Viktor Karl í viðtali eftir leik.

Blikar voru með öll tök á leiknum þangað til að Stjarnan minnkuðu muninn í 3-1 og fóru að herja mikið á Blikana, hvað gerðist þar að mati Viktors?

"Ég á eftir að átta mig á því hvað gerist en mér fannst við vera langt á eftir, vorum að setja boltann hátt á völlinn og vorum ekki mættir í seinni boltann þannig þeir náðu að stjórna leiknum, þó svo það liti kannski út fyrir að vera 1-1 þá var staðan 3-1 þannig við vorum kannski bara smá værukærir og smá eftir á"

Thomas Mikkelsen spilaði sinn síðasta leik fyrir Breiðablik, hversu mikill missir er að missa svona leikmann?

"Það er auðvitað bara gríðarlegur missir, hann lifir fyrir að skora og er algjör markaskorari, það er gríðarlegur missir að missa Thomas en við erum með stóran hóp og það verða aðrir að stíga upp"

Seinni leikurinn gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni fer fram á fimmtudaginn og Blikar í fínum séns.

"Klárlega, við sýndum það á Laugardagsvelli að við getum klárlega gefið þeim leik og að mínu mati töpuðum kannski ósanngjarnt þannig við ætlum að fara þarna út, keyra á þá og vinna þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner