Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 09. nóvember 2017 15:04
Magnús Már Einarsson
Sinisa Valdimar Kekic tekur við Sindra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sinisa Valdimar Kekic hefur verið ráðinn þjálfari Sindra í 3. deild karla fyrir næsta tímabil.

Hinn 47 ára gamli Kekic kom til Íslands árið 1996 og var um árabil einn öflugasti leikmaðurinn í efstu deild.

Kekic lék með Grindavík, Víkingi R og Þrótti R. í efstu deild áður en hann fór í Reyni Sandgerði í 2. deildinni árið 2009.

Kekic lauk síðan leikmannaferli sínum í 2 og 3. deild með Sindra á árunum 2011 til 2013.

„Hann var frábær fótboltamaður á sínum tíma og við erum spenntir fyrir þessari ráðningu," sagði Kristján Sigurður Guðnason formaður knattspyrnudeildar Sindra í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sindri féll úr 2. deildinni í sumar og spilar í 3. deildinni að ári.

Samir Mesetovic tók við liðinu síðastliðinn vetur en hann hætti með liðið í lok maí. Þá tók Sindri Ragnarsson við stjórnartaumunum út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner