Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 10. febrúar 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjóst alls ekki við að sjá Ella Helga í annarri treyju á Íslandi
Elli Helga samdi við Val í vetur.
Elli Helga samdi við Val í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar vann með Elfari hjá Breiðablik tímabilin 2015 og 2016.
Arnar vann með Elfari hjá Breiðablik tímabilin 2015 og 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Freyr Helgason gekk í vetur í raðir Vals frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Hann mun í sumar í fyrsta sinn spila í annarri treyju á Íslandi (ef frá eru taldir landsleikir).

Miðvörðurinn hefur lítið spilað undanfarin ár, aðallega vegna meiðsla. Hann var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag þegar rætt var um Val.

„Valsmenn eru ótrúlega vel mannaðir, þarnar eru mjög góðir leikmenn og frábær þjálfari. En þú tapar ekki á móti Fjölni með þitt besta lið inná og hækkar í ótímabæru spánni," sagði Tómas Þór, en Valur stóð í stað milli mánaða í ótímabæru spánni, situr þar í þriðja sætinu.

„Við töluðum um daginn um ummæli Arnars Grétarsson þar sem hann var að tala um hlaupatölurnar. Núna er hann markvisst að yngja upp leikmannahópinn með þessum leikmönnum sem hann er að fá. Hann vill fá meiri hlaupagetu í liðið, það er alveg klárt mál," sagði Elvar Geir.

Sjá einnig:
Arnar Grétars segir frá áhugaverðri tölfræði varðandi Val í fyrra

„Þetta var eitthvað sem hann var að ýta út í kosmósið, sagði að þeir hefðu verið einum manni færri allt síðasta tímabil," sagði Tómas.

„Það verður spennandi að sjá hversu stór hlutverk þessir strákar fá. Við erum því miður ekki vanir því að sjá unga leikmenn í liði Vals fá stór hlutverk, þó að það hafi nú dottið inn," sagði Elvar. Strákarnir völdu svo einn leikmann sem spennandi væri að fylgjast með í sumar.

„Það er mjög auðvelt fyrir mig, Elfar Helgason, 'revenge tour' hjá Elfari Frey. Frábær leikmaður sem hefur verið í miklu meiðslaveseni. Síðasti maður í heiminum á eftir Kjartani Henry sem ég hefði búist við að sjá spila í annarri treyju en uppeldistreyjunni. Hann er strax mættur í gírinn, spilaði fyrsta mögulega leik sem hann gat með Valsmönnum og ég hlakka mikið til að sjá hann."

„Ef allt er eðlilegt þá ætti þessi þríhyrningur aftast; Hólmar Örn, Elfar Freyr og Schram í markinu að vera ansi illviðráðanlegt þríeyki,"
sagði Tómas.

Komnir
Adam Ægir Pálsson frá Víkingi (var á láni hjá Keflavík)
Elfar Freyr Helgason frá Breiðabliki
Hlynur Freyr Karlsson frá Bologna
Kristinn Freyr Sigurðsson frá FH
Lúkas Logi Heimisson frá Fjölni
Óliver Steinar Guðmundsson frá Atalanta

Farnir
Andri Adolphsson í Stjörnuna
Arnór Smárason í ÍA
Arnór Ingi Kristinsson í Leikni á láni
Ágúst Eðvald Hlynsson í Breiðablik (var á láni frá Horsens)
Guy Smit í ÍBV á láni
Heiðar Ægisson í Stjörnuna
Jesper Juelsgaard til Fredericia
Lasse Petry hættur
Rasmus Christiansen í Aftureldingu
Sebastian Hedlund til Öster
Sverrir Páll Hjaltested í ÍBV (var á láni hjá Kódrengjum)
Athugasemdir
banner
banner
banner