Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 18:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eftirmaður Freys rekinn eftir aðeins tvo mánuði í starfi
Yves Vanderhaeghe
Yves Vanderhaeghe
Mynd: EPA
Yves Vanderhaeghe hefur verið rekinn sem þjálfari belgíska liðsins Kortrijk eftir aðeins tvo mánuði í starfi.

Vanderhaeghe tók við af Frey Alexanderssyni sem var rekinn í desember. Freyr tók við sem þjálfari Brann í Noregi í kjölfarið. Hann náði frábærum árangri á síðustu leiktíð þegar hann bjargaði liðinu frá falli en það gekk ekki eins vel á þessu tímabili.

Liðið er í næst neðsta sæti með 19 stig eftir 24 umferðir. Vanderhaeghe nældi aðeins í tvö stig á síðustu tveimur mánuðum.

Þetta er í þriðja sinn sem Vanderhaeghe var við stjórnvölin hjá Kortrijk. Patrik Sigurður Gunnarsson er leikmaður liðsins en hann spilaði ekkert undir stjórn Vanderhaeghe, meiðsli settu strik í reikninginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner