Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   fös 10. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Þetta er drauma liðsfélagi
Robertas Freidgeimas (Sindri)
Robertas Freidgeimas.
Robertas Freidgeimas.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Leikmaður fimmtu umferðar í 3. deild - í boði Jako Sport - er Robertas Freidgeimas úr Sindra.

Hann átti mjög góðan leik þegar Sindri varð fyrsta liðið í sumar til að taka stig af Dalvík/Reyni. Sindramenn gerðu sér lítið fyrir með því að fara á Dalvík og taka þrjú stig.

„Freddy, eins og hann er kallaður. Hann stóð upp úr í þessum leik," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni.

„Hann hefur reynst Sindramönnum ótrúlega vel undanfarin ár. Hann bindur saman mikið hjá þeim. Hann er tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir samherjann og þetta er drauma liðsfélagi."

„Hann var frábær viðbót í lið Sindra fyrir nokkrum árum og er vel að þessum titli kominn," sagði Sverrir Mar Smárason.

Sjötta umferðin í 3. deild hófst í gær með leik Vængja Júpiters og KH. Hún heldur áfram, og klárast, með fimm leikjum á laugardaginn.

laugardagur 11. júní
12:00 KFS-Dalvík/Reynir (Hvolsvöllur)
14:00 ÍH-Augnablik (Skessan)
14:00 Víðir-Kormákur/Hvöt (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Sindri-Elliði (Sindravellir)
14:00 Kári-KFG (Akraneshöllin)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
Ástríðan - 5. umferð - ÍH og Reynir S. einu stigalausu liðin
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner