Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Þróttar, var að vonum svekkt eftir 4-0 tap sinna stúlkna gegn Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Guðrún var fyrst og fremst ósátt með að Þróttur fékk ekki víti í stöðunni 2-0 í byrjun seinni hálfleiks.
Guðrún var fyrst og fremst ósátt með að Þróttur fékk ekki víti í stöðunni 2-0 í byrjun seinni hálfleiks.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 4 Fylkir
„Við vorum aðeins í ströggli í fyrri hálfleik. Mér fannst seinni hálfleikur mun betri hjá okkur og ég er mjög ósátt með að hafa ekki fengið víti í stöðunni 2-0 þar sem það var klár hendi inni í teig. Ég er líka mjög ósátt með vítið sem við fengum á okkur, þannig að þessir hlutir voru ekki alveg að detta með okkur," sagði Guðrún við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Við fengum líka færi, bæði í fyrri og seinni hálfleik sem við áttum að klára. Bæði lið óðu svolítið í færum í dag þannig að þetta var mjög opinn leikur. En það datt allavega ekki okkar megin í dag. Við náttúrulega verðum að skora til að fá eitthvað út úr leikjunum. En þetta fer að detta."
Athugasemdir