Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 10. júlí 2024 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valsmenn án þriggja leikmanna í leiknum mikilvæga
Gylfi byrjar og Jónatan ætti að geta spilað
Birkir tognaði í bikarleiknum gegn KA.
Birkir tognaði í bikarleiknum gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tekur á móti albanska líðinu Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni á morgun. Leikið er á N1 vellinum á morgun og seinni leikurinn fer fram ytra.

Fótbolti.net ræddi við þjálfara Vals, Arnar Grétarsson, í dag og staðfesti hann að þrír leikmenn yrðu ekki með Valsmönnum á morgun.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

Það eru þeir Birkir Már Sævarsson, Orri Sigurður Ómarsson og Aron Jóhannsson. Birkir Már tognaði gegn KA fyrir rúmri viku síðan, Orri fór af velli í hálfleik gegn Fylki í síðasta leik og Aron er með slitið liðband í ökkla.

„Það eru ekki alveg allir klárir, við erum í smá brasi. Birkir er ennþá að koma til baka, Orri Sigurður er að glíma við eitthvað smá og Aron. Þetta eru þeir sem verða ekki með. Það eru aðrir sem eru í smá brasi, en við eigum að geta tjaslað þeim saman."

Gylfi byrjar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við bakmeiðsli en hefur spilað í síðustu tveimur leikjum. Arnar á von á því að Gylfi spili en Jónatan Ingi Jónsson, sem fór af velli gegn Fylki, er aðeins meira spurningamerki.

„Ég geri ráð fyrir því að Gylfi geti spilað. Hann er búinn að æfa með okkur, svo er spurning með fjölda mínútna. Ef sjúkraþjálfarinn fær að ráða þá vill hann helst að hann spili sem minnst, en við sjáum til með það. Gylfi byrjar allavega á morgun, svo kemur bara í ljós hvað hann spilar mikið."

„Það er búið að vera smá bras á Jónatan, en staðan er þokkaleg. Hann fékk í tána og í síðasta leik lendir hann í því að fá þursabit þar sem hann er búinn að vera beita sér eitthvað öðruvísi en hann er vanur. Hann festist í baki og var fastur í tvo daga. Hann æfði ekki með okkur í gær en var þokkalegur og orðinn góður í dag. Hann fékk sprautu í tána í gær og tók aðeins þátt í dag. Ég geri ráð fyrir að hann eigi að geta spilað,"
sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni verður birt á síðunni seinna í dag. Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:00.
„Verður jafnari heldur en leikurinn á Víkingsvelli í gær"
Athugasemdir
banner
banner
banner