Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 10. ágúst 2023 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tryggvi Hrafn framlengir við Val
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur framlengt samning sinn við Val út keppnistímabilið 2026.

Samningur Tryggva átti að renna út eftir núverandi keppnistímabil en hann ætlar sér að vera áfram á Hlíðarenda.

Tryggvi Hrafn gekk til liðs við Val frá Lilleström árið 2021 og hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar í ár og er markahæstur í deildinni þessa stundina með ellefu mörk. Hann hefur líka lagt upp nokkurn fjölda.

„Það verður spennandi að fylgjast með þessum frábæra leikmanni í treyju Vals á komandi tímabilum," segir í tilkynningu Vals.

Valur er í augnablikinu í öðru sæti Bestu deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings.
Athugasemdir
banner
banner
banner