Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   sun 10. september 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
„Hef mikla trú á að Gísli geti náð mjög langt"
Gísli Eyjólfs í eldlínunni með Blikum.
Gísli Eyjólfs í eldlínunni með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Breiðabliki. Þessi 23 ára leikmaður hefur tekið hröðum framförum og spurðum við þjálfara hans hjá Blikum, Milos Milojevic, hvort hann gæti farið í atvinnumennsku eftir tímabilið.

„Ég hef rætt þessi mál við hann. Það er ekkert leyndarmál að honum langar út, eins og flestum," segir Milos.

„Þetta verður að koma í ljós. Hann verður að taka rétt skref. Hann hefur margt sem aðrir hafa ekki en það eru líka hlutir sem hann þarf að laga til að komast út án þess að snúa fljótlega aftur til baka. Það er betra að vera aðalhetjan hér á Íslandi en að fara út til að vera túristi"

„Ég tel að stjórn Breiðabliks standi ekki í vegi fyrir honum ef það kemur tilboð sem ekki er hægt að hafna. Við erum að hjálpa Gísla að gera sér grein fyrir því hverju hann er góður í og hvað þarf að bæta. Ég hef mikla trú á því að hann geti náð mjög langt en það er undir honum komið, þetta er spurning um hvað hann leggur í bunkann."

Ekki auðvelt að venjast nýju liði
Annar leikmaður sem hefur verið á flottu skriði með Breiðabliki síðustu vikur er Aron Bjarnason sem kom frá ÍBV fyrir tímabilið. Aron fór rólega af stað í Kópavoginum en hefur verið öflugur að undanförnu.

„Það hefur aldrei verið spurning um gæði hjá Aroni. Menn gera miklar kröfur en hann fór í nýtt félag og þurfti að venjast nýju umhverfi, samherjum og leikstíl. Það er ekki létt," segir Milos.

„Það er ekki létt. Það hefur verið stígandi hjá honum og í síðustu 5-6 leiki hefur hann verið mjög góður fyrir okkur. Ég hef alltaf haft mikla trú á Aroni og hann getur gert gæfumuninn."

Breiðablik á leik gegn Valsmönnum í Kópavoginum í kvöld.
Milos: Ætlum að láta verðandi meistara svitna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner