Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Walker svaraði fyrir sig: Get ekki verið á æfingu og á leiknum á sama tíma
Mynd: EPA
Kyle Walker, fyrirliði Manchester City, svaraði stuðningsmanni félagsins fullum hálsi á samfélagsmiðlinum X er stuðningsmaðurinn gagnrýndi viðhorf og hegðun leikmannsins í gær.

Walker var ekki í leikmannahópi Man City í leiknum og er auðvitað ástæða fyrir því.

Englendingurinn er á förum frá félaginu og er líklegasta niðurstaðan að hann fari til Ítalíu eða Sádi-Arabíu.

Pep Guardiola, stjóri Man City, staðfesti að leikmaðurinn hafi beðið um að yfirgefa félagið og því væri best að hann ekki með í verkefninu gegn Brentford.

Stuðningsmannasíðan City Chiefs gagnrýndu viðhorf og leiðtogahæfileika Walker fyrir að mæta ekki á leikinn. Þar var Walker beðinn um að sýna félaginu meiri virðingu, en Walker fannst ummælin óásættanleg og svaraði fyrir sig.

„Ég sleppti því að mæta? Ég get ekki verið í Brentford og á æfingu á sama tíma. Þú gæti þurft að athuga með heimildarmenn þína,“ sagði og skrifaði Walker undir færslu CityChiefs.

Umrædd stuðningsmannasíða sá ekki að sér og neitaði að biðjast afsökunar.

Walker, sem er 34 ára gamall, hefur unnið 17 titla á tíma sínum hjá Man City og var lengi vel einn besti hægri bakvörður heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner