Blikar voru ekki að spila í kvöld þegar þeir unnu Íslandsmeistaratitilinn en breytti litlu heldur kom liðið saman og fylgdist með leik Stjörnunnar og Víkings.
Blikar voru með ellefu stiga forystu fyrir leikinn í kvöld og var því ekkert annað en sigur í boði fyrir Víkinga.
Liðið komst yfir en glutraði niður forystunni og tapaði leiknum sem þýddi það að Blikar gátu fagnað Íslandsmeistaratitlinum.
Leikmenn og þjálfaralið Blika komu saman og horfðu a leikinn en RÚV birti myndband af því er það var ljóst að liðið væri Íslandsmeistari. Fögnuðurinn gríðarlegur.
Blikar urðu í kvöld Íslandsmeistarar karla í fótbolta án þess þó að spila. Blikar fögnuðu vel eftir 2-1 sigur Stjörnunnar á Víkingi enda ljóst að ekkert lið getur náð Breiðabliki að stigum. pic.twitter.com/CtYvlmrn4e
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 10, 2022
Athugasemdir