Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   lau 10. nóvember 2018 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sísí Lára aftur í ÍBV (Staðfest) - Fjölmargar framlengja
Sigríður Lára Garðarsdóttir og Clara Sigurðardóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir og Clara Sigurðardóttir.
Mynd: ÍBV
Mynd: ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er komin aftur heim og er búin að skrifa undir samning við ÍBV eftir dvöl hjá Noregsmeisturum Lilleström.

Sigríður Lára gerði samning við Lilleström til áramóta og samkvæmt mbl.is þá stóð henni til boða að vera lengur en afþakkaði það.

Lilleström er norskur meistari og er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Ég er búin að skrifa und­ir samn­ing við ÍBV. Mig lang­ar bara að hjálpa mínu liði. Hjartað slær í Eyj­um," sagði Sigríður Lára við Morgunblaðið.

ÍBV sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu þar sem þessar fregnir eru staðfestar. Sigríður Lára skrifar undir fjögurra ára samning við ÍBV en þetta er lengsti samningur sem kvennalið ÍBV hefur gert. Sigríður Lára verður fyrirliði ÍBV á næstu leiktíð.

Einnig eru samningar við aðra leikmenn staðfestir sem og þjálfararáðning. Jón Óli Daníelsson tekur við liðinu af Ian Jeffs.

Clara Sigurðardóttir skrifaði undir samning við ÍBV en Clara hefur verið fastamaður í U17 landsliði Íslands. Clara hefur leikið með meistaraflokki ÍBV síðustu tvö ár þrátt fyrir verulega ungan aldur.

Clara hefur leikið 38 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 3 mörk. Þá hefur Clara leikið 24 unglingalandsleiki og skorað í þeim 7 mörk.

Kristín Erna Sigurlásdóttir skrifaði undir samning við félagið en Kristín Erna hefur leikið með ÍBV allan sinn feril að undanskildu einu leiktímabili. Kristín Erna hefur leikið 157 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 94 mörk. Kristín Erna er markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi.

Shaneka Gordon hefur leikið með ÍBV síðan 2012 en var lánuð í fyrra til ÍR. Shaneka, sem var iðin við markaskorun fyrstu ár sín með ÍBV, meiddist illa árið 2015 og hefur lítið sem ekkert getað leikið síðan.

Júlíana Sveinsdóttir hefur leikið í vörn ÍBV síðustu fjögur ár og á að baki 67 leiki í meistarflokki. Júlíana þykir mjög traustur varnarmaður sem sannarlega á framtíðina fyrir sér.

Einnig skrifuðu Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Guðrún Bára Magnúsdóttir, Margrét Íris Einarsdóttir, Díana Helga Guðjónsdóttir Sóldís Eva Gylfadóttir, Inga Hanna Bergsdóttir, Guðný Geirsdóttir, Sigríður Sæland undir samninga við ÍBV.

Birgitta Sól Vilbergsdóttir og Helena Hekla Hlynsdóttir eru samningsbundnar ÍBV en félagið hafði áður gert samninga við Cloe Lacasse, Caroline Van Slambrouck og Mckenzie Grossman en sú síðastnefnda er varnarmaður frá Bandaríkjunum.

ÍBV, sem hafnaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð, mun bæta við sig tveimur leikmönnum til viðbótar.
Athugasemdir
banner
banner
banner