Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 11. júní 2023 23:58
Elvar Geir Magnússon
„Hann skuldar KR alveg helling“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport kallar eftir meira framlagi frá Kristjáni Flóka Finnbogasyni, sóknarmanni KR.

„Kristján Flóki olli mér þvílíkum vonbrigðum í þessum leik og hefur gert það þegar hann hefur fengið að byrja,“ sagði Albert þegar fjallað var um 1-1 jafntefli KR og ÍBV.

„Hann skuldar KR alveg helling. Hann er með 66 leiki fyrir KR í efstu deild og 13 mörk. Ég veit að hann er einn launahæsti leikmaður liðsins."

„Það sem hann hefur sýnt eins og með FH áður en hann fór út, ég hef æft og spilað með honum, hann á helling inni og getur miklu betur."

Kristján Flóki hefur skorað eitt mark í ellefu deildarleikjum á þessu tímabili en KR er í sjöunda sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner