Morgan Gibbs-White er einn af lykilmönnum Nottingham Forest og hefur verið frá því að félagið keypti hann frá Wolves árið 2022.
Forest keypti enska miðjumanninn á 25 milljónir punda og hefur hann sýnt að hann var algjörlega þess virði. Forest staðgreiddi 25 milljónir og var möguleiki á að verðmiðinn myndi hækka um 17 milljónir punda til viðbótar með árangurstengdum greiðslum.
Forest keypti enska miðjumanninn á 25 milljónir punda og hefur hann sýnt að hann var algjörlega þess virði. Forest staðgreiddi 25 milljónir og var möguleiki á að verðmiðinn myndi hækka um 17 milljónir punda til viðbótar með árangurstengdum greiðslum.
Í dag er hann orðaður við stærstu félögin á Englandi. Liverpool, Arsenal og Manchester United hafa sýnt honum áhuga samkvæmt CaughtOffside og þá fylgjast Manchester City og Tottenham vel með honum. Chelsea er eina félagið af stóru sex á Englandi sem ekki er nefnt.
Gibbs-White er samningsbundinn fram á sumarið 2027 og er búist við því að Forest fari fljótlega í að endursemja við kappann.
Verðmiðinn er talinn vera að lágmarki 50 milljónir punda. Hann er 25 ára og lék í fyrra sína fyrstu tvo landsleiki.
Forest er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, Gibbs-White hefur skorað fimm mörk og lagt upp sex í 24 úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu.
Athugasemdir