Marco Asensio hefur leikið frábærlega með Aston Villa síðan hann kom á láni frá Paris St-Germain. Í gær skoraði Spánverjinn tvívegis í 3-0 sigri Villa gegn Club Brugge en enska liðið flaug áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Þar mun Aston Villa mæta vinnuveitendum Asensio í PSG. Þó Asensio sé samningsbundinn franska félaginu þá má hann spila gegn því í Meistaradeildinni.
Í reglum UEFA segir að félög megi ekki hafa nein áhrif á það hvernig önnur félög stilla sínu liði upp.
Þar mun Aston Villa mæta vinnuveitendum Asensio í PSG. Þó Asensio sé samningsbundinn franska félaginu þá má hann spila gegn því í Meistaradeildinni.
Í reglum UEFA segir að félög megi ekki hafa nein áhrif á það hvernig önnur félög stilla sínu liði upp.
Asensio á því möguleika á því að skjóta félagið sitt úr keppni.
Asensio hjálpaði Real Madrid að vinna þrjá Meistaradeildartitla áður en hann fór til PSG 2023. Hann náði ekki að standa undir væntingum í París og skoraði bara sjö mörk í 43 leikjum yfir 18 mánuði.-
Athugasemdir