Í vikunni varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla. Þór gerði þá jafntefli við FH, sem þýddi að ÍR komst í undanúrslit og mætir þar Val næsta þriðjudag.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fylkir og KR í Árbænum annað kvöld, þannig að undanúrslitaliðin í A-deild karla í ár koma öll úr Reykjavík.
Þá er áhugavert að það eru tvö Lengjudeildarlið í undanúrslitum; Fylkir og ÍR.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fylkir og KR í Árbænum annað kvöld, þannig að undanúrslitaliðin í A-deild karla í ár koma öll úr Reykjavík.
Þá er áhugavert að það eru tvö Lengjudeildarlið í undanúrslitum; Fylkir og ÍR.
Breiðablik er ríkjandi Lengjubikarmeistari eftir 4-1 sigur liðsins gegn ÍA í úrslitaleik í fyrra. Breiðablik endaði hinsvegar í öðru sæti síns riðils í ár, á eftir Fylki.
föstudagur 14. mars
19:00 Fylkir-KR (Würth völlurinn)
þriðjudagur 18. mars
19:15 Valur-ÍR (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Athugasemdir