Sergio Ramos hefur verið markaóður síðan hann gekk til liðs við mexíkóska liðið Monterrey í byrjun febrúar.
Monterrey mætti kanadíska liðinu Vancouver Whitecaps í Meistaradeild Ameríku í nótt.
Monterrey mætti kanadíska liðinu Vancouver Whitecaps í Meistaradeild Ameríku í nótt.
Þetta var seinni leikur liðanna í 16-liða úrslitum en hann fór fram í Mexíkó. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Staðan var 2-1 fyrir Vancouver þegar Monterrey fékk vítaspyrnu seint í uppbótatímanum. Ramos steig á punktinn og skoraði og jafnaði metin.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem þýddi að Vancouver fór áfram á gamla góða útivallarmarkinu. Þetta var fyrsti leikur Ramos í keppninni en hann hefur nú skorað þrjú mörk í fjórum leikjum.
Nafni hans, Sergio Canales, fyrrum samherji hans hjá Real Madrid skoraði fyrra mark Monterrey.
Athugasemdir