Chelsea leiðir 2-1 í einvíginu gegn FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni en seinni leikurinn verður á Brúnni í kvöld.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, greindi frá því á fréttamannafundi að flensa hafi verið að herja á leikmannahóp liðsins.
Fyrirliðinn Reece James og sóknarmennirnir Cole Palmer og Christopher Nkunku eru meðal Chelsea leikmanna sem hafa misst af æfingum í þessari viku.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, greindi frá því á fréttamannafundi að flensa hafi verið að herja á leikmannahóp liðsins.
Fyrirliðinn Reece James og sóknarmennirnir Cole Palmer og Christopher Nkunku eru meðal Chelsea leikmanna sem hafa misst af æfingum í þessari viku.
„Þetta er fyrsta æfingin sem Cole, Reece og Christopher hafa náð í aðdraganda leiksins. Þeir eru allir orðnir betri og við sjáum til hvort við notum þá alla í leiknum," sagði Maresca í gær.
Chelsea hefur uennið alla sjö Sambandsdeildarleiki sína á tímabilinu, skorað 28 mörk og fengið aðeins sex á sig.
Malo Gusto, Marc Guiu, Nicolas Jackson og Noni Madueke verða allir fjarverandi í kvöld en ef Chelsea klárar dæmið mun liðið leika gegn Molde eða Legia Varsjá í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir