Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Endrick átti að taka síðasta vítið - „Svo sá ég andlitið á honum"
Rudiger fagnar
Rudiger fagnar
Mynd: EPA
Það var mikil dramatík í grannaslagnum milli Real Madrid og Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Conor Gallagher jafnaði einvígið eftir 30 sekúndna leik en mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma né eftir framlengingu og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni.

Þar var mark dæmt af Julian Alvarez þar sem hann snerti boltann með báðum fótum. Það var síðan Antonio Rudiger sem tryggði Real Madrid sigurinn þegar hann skoraði úr fimmta vítinu.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, greindi frá því í viðtali eftir leikinn að Endrick hefði átt að taka vítið en hann hafi séð hræðsluna í augunum á honum.

„Við vorum ekki vissir hvort Rudiger eða Endrick ætti að taka vítið, svo sá ég andlitið á Endrick og ákvað að Rudiger væri betri kostur," sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner