Diego Simeone var mjög ósáttur eftir að Atletico Madrid féll úr leik í Meistaradeildinni í gær eftir tap gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni.
Hann var sérstaklega ósáttur með að vítaspyrna Julian Alvarez hafi verið dæmd ógild. Hún var dæmd ógild þar sem VAR taldi hann hafa snert boltann með báðum fótum sem er ólöglegt.
Hann var sérstaklega ósáttur með að vítaspyrna Julian Alvarez hafi verið dæmd ógild. Hún var dæmd ógild þar sem VAR taldi hann hafa snert boltann með báðum fótum sem er ólöglegt.
„Til allra hérna: Réttið upp hönd ef þið sáuð Julian snerta boltann tvisvar. Og? Tilbúnir? Enginn réttir upp hönd, önnur spurning. Ég hef aldrei séð VAR skoða atvik í vítaspyrnukeppni," sagði Simeone.
Alvarez klikkaði á annarri spyrnu Atletico, Marcos Llorente klikkaði líka. Lucas Vazquez klikkaði hjá Real Madrid en Antonio Rudiger tryggði Real sigurinn þegar hann skoraði úr fimmtu spyrnu liðsins.
Athugasemdir