„Það er frábært að tengja tvo sigra í röð," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 sigur gegn ÍA á útivelli í Pepsi Max-deildinni í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 2 Breiðablik
„Ég var gríðarlega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, við spiluðum 'total football'. Boltinn gekk á milli manna og við sköpuðum okkur nokkur góð færi."
„Í seinni hálfleik voru Skagamenn öflugir og kröftugir. Þeir settu pressu á okkur, en við náðum að halda út. Það er fyrir öllu."
Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði KR, en KR tapaði gegn HK í dag.
„Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa. Eins og ég sagði áðan er mikilvægt að taka tvo leiki í röð, það var mikilvægast af öllu. Við þurfum að hugsa um okkur og næsti leikur er í bikar - við ætlum í úrslitaleikinn."
Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir