Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Byrjunarlið Íslands: Sara og Selma byrja
Icelandair
Selma Sól byrjar!
Selma Sól byrjar!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal hefur verið opinberað. Um úrslitaleik er að ræða um laust sæti á HM. Sigri Ísland í venjulegum leiktíma eða í framlengingu er liðið á leið á HM í fyrsta skiptið í sögunni.

Ein breyting er á liði Íslands frá leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. Selma Sól Magnúsdóttir kemur inn í liðið fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur sem tekur sér sæti á bekknum.

Sara Björk Gunnarsdóttir er klár í að byrja leikinn en hún hefur glímt við veikindi og æfði ekki með liðinu í gær.

Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner