Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Berglind um tíma sinn í Frakklandi: Þetta er þolinmæðisvinna
Berglind Björg á æfingu í gær.
Berglind Björg á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain í sumar.

Berglind skrifaði undir tveggja ára samning við PSG í ágúst eftir að hafa leikið í Noregi og Svíþjóð síðustu ár. PSG hafði lengi fylgst með henni.

PSG er eitt stærsta félag Evrópu og hafnaði í öðru sæti frönsku kvennadeildarinnar á síðasta tímabili.

„Tíminn er búinn að vera mjög góður. Það er mjög gaman að æfa með heimsklassa leikmönnum og við topp aðstæður. Ég er gríðarlega sátt," sagði Berglind í samtali við Fótbolta.net í gær.

Væri hún til í að vera búin að spila meira? Hún hefur spilað 15 mínútur í fyrstu fjórum deildarleikjunum og 26 mínútur í einum bikarleik til þessa.

>„Já, klárlega. En þetta er þolinmæðisvinna. Maður labbar ekki inn í svona lið. Þrátt fyrir lítinn spiltíma er þetta búið að vera frábært og góðar æfingar. Tíminn mun koma," segir Berglind sem hefur ekki haft mikinn tíma til að skoða París.

„Ég hef ekki haft mikinn tíma, en ég hef nokkrum sinnum farið til Parísar. Þetta er æðisleg borg."

Hún þekkir vel til í Frakklandi en hún spilaði með Le Havre tímabilið 2020-2021.

„Ég hef spilað þarna áður og mér finnst liðin síðan þá vera búin að gefa meira í. Það eru mjög góð lið í deildinni. Þetta verður skemmtilegt. Ég er gríðarlega spennt fyrir tímabilinu, Meistaradeildinni og öllu sem er framundan."

Berglind er í líklegu byrjunarliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Portúgal í dag. Flautað verður til leiks klukkan 17:00.
Berglind Björg: Ég viðurkenni að þær komu mér pínu á óvart
Athugasemdir
banner
banner