Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
PSG lýsir því yfir að Mbappe sé ekki til sölu og fréttirnar séu algjört bull
2025, en samt bara 2024. Mbappe ræður sjálfur hvort hann virkji ákvæði um síðasta árið í samningnum.
2025, en samt bara 2024. Mbappe ræður sjálfur hvort hann virkji ákvæði um síðasta árið í samningnum.
Mynd: EPA
Í dag bárust fregnir af því að Kylian Mbappe væri ósáttur hjá PSG og vildi fara frá félaginu. Spænskir og franskir fjölmiðlar greina frá því að Mbappe vilji fara strax í janúar.

Sagt er frá því að honum líði eins og stjórnarmenn hafi svikið sig og að hann sé ósáttur við taktíkina sem nýr stjóri liðsins, Christophe Galtier, láti liðið spila.

PSG segir fréttirnar algjörlega ósannar og algjört bull. Frá þessu er greint á Sky Sports.

Mbappe skrifaði undir nýjan samning á þessu ári sem gerði hann að launahæsta leikmanni heims. Þá var búið að lofa honum að hann fengi aukin völd innan félagsins.

Gamli samningur Mbappe var þá að renna út, hann var mikið orðaður við Real Madrid en ákvað að vera áfram í París.


Athugasemdir
banner
banner
banner