Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
banner
   þri 11. október 2022 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini gerir breytingar á miðjunni - „Markmaðurinn er oft shaky"
Icelandair
Steini Halldórs
Steini Halldórs
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, ræddi við RÚV rétt í þessu og ræddi um byrjunarliðið í leiknum gegn Portúgal.

Ein breyting er á liðinu frá síðasta leik, Selma Sól Magnúsdóttir kemur inn fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur.

Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Steini segir að það verði einnig breyting á uppstillingunni, hann verði með þær Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur djúpa á miðju og Dagnýju Brynjarsdóttur fyrir framan.

„Selma er búin að vera góð, staðið sig virkilega vel hjá okkur og mér finnst hún vera að komast á þann stað sem hún var á áður en hún meiðist." Selma sleit krossband haustið 2019 og missti út allt tímabilið 2020.

„Pælingin er hvernig við getum spilað út úr pressunni hjá þeim. Pælingin með að hafa Dagnýju framar er að hún sé alltaf inn í boxinu, markmaðurinn er oft shaky (óörugg), fer mikið út í teiginn og að Dagný geti jafnvel verið að vinna hana í fyrirgjöfum og svoleiðis. Það er ákveðin pæling í kringum það líka," sagði Steini.


Athugasemdir
banner
banner