Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Sú leikjahæsta er nýhætt - Var fyrirliði í mörg ár
Icelandair
Portúgal mætir Íslandi í gríðarlega mikilvægum leik í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Leikurinn er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári. Það eru ekki miklar líkur á því að Ísland fari í umspilið, þó það gæti gerst.

Ísland er hærra skrifað fyrir leikinn en Portúgal hefur verið á mikilli uppleið og verður þetta örugglega hörkuleikur.

Það varð stór breyting á liði Portúgals í síðasta mánuði þegar hin 34 ára gamla Cláudia Neto tilkynnti að hún væri hætt að spila með landsliðinu.

Hún er leikjahæsti leikmaður í sögu portúgalska landsliðsins með 167 landsleiki. Var hún jafnframt fyrirliði liðsins á báðum þeim stórmótum sem þær hafa farið á.

Það hefur örugglega einhver áhrif á portúgalska hópinn að Neto sé ekki með, en það er samt sem áður gríðarleg reynsla í hópnum. Það eru alls fimm leikmenn sem hafa spilað yfir 100 A-landsleiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner