Það vakti athygli í gær að Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, var ekki í gráa gallanum sem hann og Eiður Smári Guðjohnsen hafa klæðst í undanförnum leikjum FH.
Venni var í gallabuxum og svartri FH hettupeysu á hliðarlínunni í gær.
Venni var í gallabuxum og svartri FH hettupeysu á hliðarlínunni í gær.
Lestu um leikinn: FH 4 - 2 Leiknir R.
FH mætti Leikni í fallbaráttuslag í gær og hafði betur, 4-2. Eftir leik var Venni til viðtals og var hann spurður út í klæðnaðinn. Er þetta einhver núllstilling?
„Gráu gallarnir voru hættir að gefa og þá auðvitað breytir maður. Ég fór í þessa fínu hettupeysu frá FH. Ég held hún sé til í öllum búðum, endilega tékkið á þessu," sagði Venni. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Fyrsta breyting Venna að leggja þynnkugallanum. Svartur jakki og gallabuxur í dag. Vonandi skilar það árangri. #fotboltinet
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) October 10, 2022
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir