Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Venni mætti í svartri hettupeysu - „Gráu gallarnir voru hættir að gefa"
Sigurvin á hliðarlínunni í gær.
Sigurvin á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það vakti athygli í gær að Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, var ekki í gráa gallanum sem hann og Eiður Smári Guðjohnsen hafa klæðst í undanförnum leikjum FH.

Venni var í gallabuxum og svartri FH hettupeysu á hliðarlínunni í gær.

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 Leiknir R.

FH mætti Leikni í fallbaráttuslag í gær og hafði betur, 4-2. Eftir leik var Venni til viðtals og var hann spurður út í klæðnaðinn. Er þetta einhver núllstilling?

„Gráu gallarnir voru hættir að gefa og þá auðvitað breytir maður. Ég fór í þessa fínu hettupeysu frá FH. Ég held hún sé til í öllum búðum, endilega tékkið á þessu," sagði Venni. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.


Lífið er yndislegt í Krikanum - „Þó við höfum unnið í dag þá er þetta hvergi nærri búið"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner