Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Verður í treyjunni og með fánann uppi
Icelandair
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif í leik með Íslandi á EM í sumar.
Sif í leik með Íslandi á EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir ákvað í síðasta mánuði að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir glæstan landsliðsferil.

Það er óhætt að segja að Sif hafi átt mjög farsælan feril með landsliðinu en sá ferill spannar 15 ár. Hún fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á Algarve-mótinu í Portúgal fyrir fimmtán árum og hefur síðan þá verið stór og mikilvægur partur af hópnum.

Hún er ein af þremur leikmönnum sem hefur farið með Íslandi á öll fjögur stórmótin til þessa.

Sif, sem er 37 ára gömul, var í hópnum sem fór á EM á Englandi í sumar og spilaði þar einn leik gegn Belgíu. Hlutverk hennar var mikilvægt og var hún leikmönnum innan handar.

„Ég fann það alveg að þörfin á mér sem leikmanni fór minnkandi. Það er eðlilegt með ungan og efnilegan hóp. Það er kominn tími á þessar ungu taka við. Tími minn er mikilvægur á öðrum stöðum. Ég er ógeðslega stolt af mínum landsliðsferli og því sem ég hef gert. Ég hef líka sagt að ég er ekkert farin, ég er alltaf til staðar ef það er eitthvað," sagði Sif í samtali við Fótbolta.net fyrir stuttu, en hún er með fjölskyldu heima á Selfossi og mun verja enn meiri tíma með henni núna.

Framundan er leikur hjá íslenska liðinu í umspilinu fyrir HM. Liðið spilar í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti á HM gegn Portúgal. Leikurinn er úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári. Það eru ekki miklar líkur á því að Ísland fari í umspilið, þó það gæti gerst.

„Ég verð í treyjunni og með fánann uppi. Ég horfi örugglega á leikinn í gegnum puttana á mér, þetta verður taugatrekkjandi. En ég hef trú á stelpunum og þær verða búnar að vinna góða undirbúningsvinnu. Ég hef fulla trú á því að þær klári þetta," segir Sif en eins og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir kom inn á í viðtali í gær, þá er mun meira stressandi að horfa á leikinn en að vera inn á vellinum að spila hann.

„Það er alltaf þannig að þegar þú ert að horfa á leikinn að þá ertu mun stressaðari en þegar þú ert að spila leikinn. Ég efast um að þær verði mikið stressaðar. Það verður örugglega smá taugatitringur í byrjun en við verðum að koma okkur yfir það því portúgalska liðið er mjög kraftmikið. Það er mikilvægt að við náum að halda hreinu fyrsta korterið," sagði Adda sem spáir leiknum 2-0 fyrir Íslandi.
„Ég er ekkert farin, ég er alltaf til staðar ef það er eitthvað"
Adda: Einn stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað í mörg ár
Athugasemdir
banner
banner