Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
VÖK-vélin farin að hitna - Maður leiksins og í liði umferðarinnar
Mynd: Atromitos
Viðar Örn Kjartansson var maður leiksins í gær þegar Atromitos kom til baka gegn Giannina í grísku Ofurdeildinni.

Giannina komst yfir í seinni hálfleik með skallamarki en þá tók Viðar málin í sínar hendur, skoraði tvö mörk og tryggði heimamönnum í Atromitos sigur.

Viðar er 32 ára framherji sem gekk í raðir Atromitos frá Vålerenga í sumar. Fyrir leikinn í gær hafði hann skorað eitt mark og kom það strax í fyrsta leiknum hans í Grikklandi í ágúst.

Nú er hann kominn með þrjú mörk í sjö leikjum, fimm sinnum hefur hann verið í byrjunarliðinu. Fyrir frammistöðuna í gær fékk Viðar sæti í liði vikunnar í grísku deildinni.

Atromitos er í 6. sæti deildarinnar með ellefu stig. Panathinaikos er í toppsætinu með fullt hús stiga, 21 stig. Mörk Viðars má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner