Viðar Örn Kjartansson var maður leiksins í gær þegar Atromitos kom til baka gegn Giannina í grísku Ofurdeildinni.
Giannina komst yfir í seinni hálfleik með skallamarki en þá tók Viðar málin í sínar hendur, skoraði tvö mörk og tryggði heimamönnum í Atromitos sigur.
Giannina komst yfir í seinni hálfleik með skallamarki en þá tók Viðar málin í sínar hendur, skoraði tvö mörk og tryggði heimamönnum í Atromitos sigur.
Viðar er 32 ára framherji sem gekk í raðir Atromitos frá Vålerenga í sumar. Fyrir leikinn í gær hafði hann skorað eitt mark og kom það strax í fyrsta leiknum hans í Grikklandi í ágúst.
Nú er hann kominn með þrjú mörk í sjö leikjum, fimm sinnum hefur hann verið í byrjunarliðinu. Fyrir frammistöðuna í gær fékk Viðar sæti í liði vikunnar í grísku deildinni.
Atromitos er í 6. sæti deildarinnar með ellefu stig. Panathinaikos er í toppsætinu með fullt hús stiga, 21 stig. Mörk Viðars má sjá hér að neðan.
Grâce à un doublé dans le dernier quart d'heure de l'Islandais Kjartansson, l'Atromitos renverse le PAS Giannina (2-1) et remonte à la sixième place du classement. pic.twitter.com/aNwnOKMAyy
— Football Grec France (@footgrec) October 10, 2022
Athugasemdir