Atli Sigurjónsson hefur yfirgefið Breiðablik en þetta kemur fram á blikar.is.
Þar kemur fram að knattspyrnudeild félagsins og Atli hafi komist að samkomulagi um að binda enda á leikmannasamning hans.
Þar kemur fram að knattspyrnudeild félagsins og Atli hafi komist að samkomulagi um að binda enda á leikmannasamning hans.
Atli sem er 25 ára uppalinn Þórsari kom til Breiðabliks frá KR árið 2015.
Hann á að baki 49 leiki með Blikum og skoraði átta mörk fyrir félagið. Honum tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar í Breiðabliksbúningnum og náði ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.
„Ekki er ljóst hvað Atli tekur sér fyrir hendur en það er þó næsta víst að mörg félög munu falast eftir kröftum þessa snjalla Akureyrings," segir á blikar.is.
„Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Atla fyrir gott samstarf og góð kynni og óskar honum hins besta í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur. Atli vill jafnframt þakka Breiðabliki fyrir sinn tíma hjá félaginu og óskar liðinu alls hins besta í ár og á komandi árum."
Takk fyrir mig @KopacabanaKp @blikar_is og allir Blikar 💚 pic.twitter.com/pMWH26KXGs
— Atli Sigurjónsson (@AtliSigurjons) April 12, 2017
Athugasemdir