Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   mið 12. apríl 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Atli Sigurjóns hefur yfirgefið Breiðablik
Atli er farinn frá Breiðabliki.
Atli er farinn frá Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson hefur yfirgefið Breiðablik en þetta kemur fram á blikar.is.

Þar kemur fram að knattspyrnudeild félagsins og Atli hafi komist að samkomulagi um að binda enda á leikmannasamning hans.

Atli sem er 25 ára uppalinn Þórsari kom til Breiðabliks frá KR árið 2015.

Hann á að baki 49 leiki með Blikum og skoraði átta mörk fyrir félagið. Honum tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar í Breiðabliksbúningnum og náði ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.

„Ekki er ljóst hvað Atli tekur sér fyrir hendur en það er þó næsta víst að mörg félög munu falast eftir kröftum þessa snjalla Akureyrings," segir á blikar.is.

„Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Atla fyrir gott samstarf og góð kynni og óskar honum hins besta í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur. Atli vill jafnframt þakka Breiðabliki fyrir sinn tíma hjá félaginu og óskar liðinu alls hins besta í ár og á komandi árum."



Athugasemdir
banner
banner
banner