„Það getur allt gerst í þessu, þetta kemur fyrir!" sagði Björn Pálsson, leikmaður Víkings Ólafsvík, sem skoraði í 4-0 sigri gegn Fram í 1. deildinni í dag.
Lestu um leikinn: Fram 0 - 4 Víkingur Ó.
„Þetta var skemmtilegur leikur, mikið af sóknum og mikið af færum hjá báðum liðum en sigurinn var verðskuldaður."
Ólsarar eru búnir að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili en Björn veit ekki hvort hann verði áfram hjá félaginu.
„Ég veit það ekki. Ég er ekki að stressa mig á þessu. Við ætlum að spila einn leik í viðbót, fá stig og skemmta okkur um kvöldið. Svo skulum við fara að hafa einhverjar áhyggjur," sagði Björn og brosti.
Athugasemdir