Sex síðustu leikir 4. umferðar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fara fram klukkan 19:00 í kvöld en það vekur einna helst athygli að Mohamed Salah er á bekknum hjá Liverpool gegn Rangers á Ibrox-leikvanginum.
Salah hefur ekki verið í sínu besta formi með Liverpool á þessari leiktíð eftir að hafa verið besti maður liðsins síðustu ár.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að byrja með hann á bekknum og eru þeir Roberto Firmino, Fabio Carvalho og Harvey Elliott allir í liðinu. Þá er Ibrahima Konate mættur aftur í byrjunarliðinu eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðustu vikur og Joe Gomez kemur inn fyrir Trent Alexander-Arnold, sem er meiddur.
Richarlison er þá í liði Tottenham sem mætir Eintracht Frankfurt í Lundúnum. Heung-Min Son og Harry Kane eru auðvitað á sínum stað í liðinu.
Rangers: McGregor, Tavernier, Goldson, Davies, Barisic, Arfield, Jack, Lundstram, Sakala, Colak, Kent.
Liverpool: Alisson, Gomez, Konate, Van Dijk, Tsimikas, Fabinho, Henderson, Elliott, Carvalho, Firmino, Nunez.
Leverkusen: Hradecky; Bakker, Kossounou, Tah, Hincapié; Aránguiz, Demirbay, Adli; Diaby, Hudson-Odoi; Schick
Porto: Diogo Costa; Zaidu, Fábio Cardoso, David Carmo, Joao Mário; Uribe, Eustáquio; Galeno, Pepê; Taremi, Otávio.
Barcelona: Ter Stegen; Sergi Roberto, Piqué, Eric García, Marcos Alonso; Gavi, Busquets, Pedri; Dembélé, Lewandowski, Raphinha
Inter: Onana; Skriniar, De Vrij, Bastoni; Dumfries, Barella, Çalhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Dzeko, Lautaro Martínez
Plzen: Stanek; Havel, Tijani, Hejda, Jemelka; Kalvach, Bucha; Kopic, Vlkanova, Mosquera; Chorý
Bayern: Ulreich; Mazraoui, Pavard, Upamecano, Stanisic; Kimmich, Goretzka; Coman, Müller, Sané; Sadio Mané.
Tottenham: Lloris; Romero, Dier, Lenglet; Emerson, Hojbjerg, Bentancur, Sessegnon; Son, Kane, Richarlison
Frankfurt: Trapp; N'Dicka, Hasebe, Tuta; Jakic, Sow, Rode, Lens; Lindstrom, Kamada; Kolo Muani.
Sporting: Israel; Inácio, Coates, Matheus Reis; Esgaio, Ugarte, Morita, Nuno Santos; Pedro Gonçalves, Edwards, Trincao
Marseille: Pau López; Mbemba, Bailly, Balerdi; Clauss, Guendouzi, Rongier, Veretout, Nuno Tavares; Harit, Alexis Sánchez.
Athugasemdir