Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Mignolet ekki fengið á sig mark í riðlakeppninni - Varði 14 skot gegn Atlético
Leikmenn Club Brugge fagna með Simon Mignolet eftir leikinn gegn Atlético
Leikmenn Club Brugge fagna með Simon Mignolet eftir leikinn gegn Atlético
Mynd: EPA
Simon Mignolet, markvörður Club Brugge, var í essinu sínu í markalausu jafntefli liðsins við Atlético Madríd í Meistaradeild Evrópu í kvöld en hann á stóran þátt í því að liðið sé komið í fyrsta sinn í sögu félagsins í 16-liða úrslit.

Mignolet, sem er 34 ára gamall, spilaði níu tímabil á Englandi, þar af þrjú með Sunderland og síðan sex fyrir Liverpool.

Stuðningsmenn Liverpool muna vel eftir veru hans hjá félaginu en slöku leikirnir voru ansi margir og missti hann á endanum byrjunarliðssæti sitt. Jürgen Klopp tilkynnti að hann yrði ekki lengur aðalmarkvörður og síðan var Alisson Becker keyptur frá Roma.

Hann átti vissulega flotta leiki inn á milli en frammistaðan sem hann hefur verið að bjóða upp á í Meistaradeildinni á þessari leiktíð hefur verið mögnuð.

Mignolet hefur haldið hreinu í öllum fjórum leikjum Club Brugge í riðlakeppninni og þá varði hann 14 skot gegn Atlético Madríd í markalausa jafnteflinu í kvöld og hjálpaði liðinu að komast í 16-liða úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta eru flestar markvörslur sem markvörður tekur í leik án þess að tapa leiknum.

Belgíski markvörðurinn virðist eldast eins og gott rauðvín.


Athugasemdir
banner
banner
banner