Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara var mjög slöpp í tvo daga - „Hún var fyrirmynd inn á vellinum"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allar 120 mínúturnar þegar Ísland tapaði gegn Portúgal í umspilinu fyrir HM í gær.

Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Sara var ekki með á síðustu æfingunni fyrir leik vegna veikinda, en þrátt fyrir það spilaði hún allan leikinn og framlenginguna líka.

Það var vafaatriði hvort hún myndi spila leikinn en hún var orðin betri á leikdegi eftir að hafa verið veik dagana tvo þar áður.

„Jú, það var alveg vafaatriði en hún var fersk í dag. Hún stóð sig vel og lagði allt í þetta. Hún var fyrirmynd inn á vellinum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn.

Sara var einnig spurð út í veikindin eftir leikinn.

„Ég var fram og til baka í hausnum á mér. Síðustu tvo daga var ég mjög slöpp og veik. Ég var að vonast til að ég yrði hressari í dag og ég var það. Ég var glöð að ná að klára leikinn og ná að geta gefið eitthvað af mér í þessum leik," sagði landsliðsfyrirliðinn sem gaf sig alla í verkefnið að venju.
Steini: Meira pirraður eftir að hafa séð brotið og rauða aftur
Sara: Hugsaði að þetta væri mitt tækifæri að fara á HM
Athugasemdir
banner
banner