Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, velti því fyrir sér á dögunum hvort Jurgen Klopp væri að nálagast endastöð hjá félaginu. Hann sagði að þetta væri umræða sem þyrfti að taka. Klopp brást ókvæða við þegar hann var spurður út í þessi ummæli á fréttamannafundi í gær.
Klopp gerði lítið úr Hamann og ýjaði á kaldhæðnislegan hátt að því að ummæli frá honum væru ómarktæk.
Sjá einnig:
Klopp um ummæli Hamann: Glæsilegt, frábær heimild!
Klopp gerði lítið úr Hamann og ýjaði á kaldhæðnislegan hátt að því að ummæli frá honum væru ómarktæk.
Sjá einnig:
Klopp um ummæli Hamann: Glæsilegt, frábær heimild!
„Klopp var eins og erfitt barn á þessum fréttamannafundi. Didi Hamann vann Meistaradeildina með Liverpool og átti frábæran feril. Ef hann má ekki tjá sig um Liverpool, hver má það þá?" sagði Gabby Agbonlahor á TalkSport í morgun.
„Eru það bara Robbie Fowler, Ian Rush og Steven Gerrard sem mega tjá sig um Liverpool? Mér finnst Klopp vera að missa neistann, hann er ekki að höndla pressuna."
„Hann getur ekki haldið bara áfram að taka rangar ákvarðanir eins og hann hefur gert. Vera reiður út í fjölmiðla? Þetta var fyllilega réttmæt spurning. Vangaveltur Hamann voru eðlilegar en að Klopp bregðist við með að gera lítið úr Hamann... ég held að hann sé að missa það. Hann þarf að einbeita sér að því að reyna að láta liðið sitt spila góðan fótbolta."
Agbonlahor og Klopp voru að kýtast í ágúst þegar Klopp lét hann heyra það á fréttamannafundi vegna ummæla hans um Manchester United. Þar var greinilegt að Klopp er ekki hrifinn af Agbonlahor, sem er fyrrum leikmaður Aston Villa, í starfi sparkspekings.
Athugasemdir