Hákon Arnar Haraldsson, 19 ára gamall Skagamaður, átti ansi góðan leik þegar FC Kaupmannahöfn gerði markalaust jafntefli við Manchester City í Meistaradeildinni í gær.
Skagamennirnir Hákon Arnar og Ísak Bergmann Jóhannesson léku með FCK í leiknum.
Sergio Gomez, leikmaður Man City, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleiknum fyrir brot á Hákoni.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hérna.
„Þegar hann braut á mér þarna þá vissi ég strax að þetta væri að fara að vera rautt," sagði Hákon Arnar í samtali Vísi eftir leikinn í gærkvöldi.
Sjá einnig:
De Bruyne pirraður í leikslok í Kaupmannahöfn
Athugasemdir