Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   þri 15. maí 2018 15:30
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 5. sæti
Tindastóll
Tindastól er spáð 5. sæti í 2. deild
Tindastól er spáð 5. sæti í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Vigdís Edda er lykilmaður hjá Tindastól
Vigdís Edda er lykilmaður hjá Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jónsi tók við þjálfun Tindastóls í haust
Jónsi tók við þjálfun Tindastóls í haust
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-7 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5. Tindastóll, 65 stig
6. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, 34 stig
7. Einherji, 28 stig
8. Hvíti Riddarinn, 17 stig

5. Tindastóll

Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 1. deild.

Þjálfarinn: Jón Stefán Jónsson, eða Jónsi, tók við þjálfun Tindastóls síðastliðið haust. Jónsi er reynslumikill þjálfari og hefur þjálfað meistaraflokka og yngri flokka beggja kynja.

Tindastóll féll úr 1. deildinni á síðasta tímabili og í kjölfarið urðu þjálfaraskipti. Jón Stefán Jónsson tók við liðinu af Arnari Skúla Atlasyni. Liðið var með mjög öfluga erlenda leikmenn á sínum snærum í fyrra en þær verða ekki áfram í ár. Liðið fær einn erlendan leikmann í Murielle Tiernan og það er mikilvægt að hún standi undir væntingum. Að öðru leyti er leikmannahópur Tindastóls að mestu byggður upp af heimastúlkum en það er hellings efniviður fyrir norðan og spennandi leikmenn sem gætu fengið tækifæri í sumar.

Lykilmenn: Vigdís Edda Friðriksdóttir, Laufey Harpa Halldórsdóttir, Murielle Tiernan

Jónsi þjálfari um spánna, markmiðin og sumarið:

„Spáin er fín, við vonumst hins vegar eftir að vera í baráttunni í efri hluta deildarinnar þetta tímabil. Við þurfum hins vegar að sýna það á vellinum í stað þess að tala um það utan hans, svo það er best að hafa ekki of mörg orð um það hér.“

„Markmiðin eru að hanga sem lengst í baráttunni um sæti í Inkasso-deildinni, enda væri sennilega annað óeðlilegt fyrir lið sem kemur niður um deild. Við teljum okkur eiga töluvert inni miðað við undirbúningstímabilið en svo er bara að sjá hvort þetta fellur með okkur. Til að við náum markmiðum okkar þarf allt að ganga upp varðandi meiðsli og fleira til.“

„Mér líst mjög vel á deildina, ég held að hún verði rosalega jöfn utan þess að Augnablik er fyrirfram áætlað lang sterkasta liðið. Mér þykir rosalega gott að í neðstu deild kvenna séu allavega tveir toppþjálfarar, með fullri virðingu fyrir okkur hinum að sjálfsögðu. En þeir John Andrews hjá Völsungi og Ásmundur Arnarsson hjá Augnabliki, eru menn sem hafa sannað meir en við hinir og til að mynda þjálfað í efstu deildum karla og kvenna. Það er því ljóst að það er mikill metnaður í deildinni á ár."

„Það eina sem angrar mig er að leikirnir eru of fáir fyrir meistaraflokksmót. Það hins vegar er lítið við því að gera að þessu sinni vegna fjölda liða, en mér skilst og heyrist að það muni fjölga í þessari deild strax á næsta ári sem er afar jákvætt. Fyrst og fremst er ég mjög spenntur fyrir mótinu, þetta verður jafnt og skemmtilegt.“


Komnar:
Murielle Tiernan frá Svíþjóð
Hanna Rún Jónsdóttir frá Smára
Þorgerður Einarsdóttir frá Val

Farnar:
Svava Rún Ingimarsdóttir
Bryndís Rún Baldursdóttir
Brynhildur Ólafsdóttir
Sunna Björk Atladóttir
Madeleine Keane
Ana Lucia N. Dos Santos í Aftureldingu/Fram
Emily Key
Lavina Nkomo
Madison Cannon

Fyrstu leikir Tindastóls:
27. maí Tindastóll – Hvíti Riddarinn
31. maí Völsungur - Tindastóll
6. júní Álftanes - Tindastóll
Athugasemdir
banner
banner