Cristiano Ronaldo leiðir línuna en hann skoraði sitt fyrsta deildarmark í 2-1 sigri á Everton um síðustu helgi.
Þá er Casemiro með Fred á miðjunni.
West Ham mætir Anderlecht í 4. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld en liðið tryggir sér sæti í útsláttakeppninni með sigri.
West Ham vann Anderlecht á útivelli í síðustu umferð en Gianluca Scamacca kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið. Hann er áfram á bekknum í dag en Jarrod Bowen er í fremstu víglínu.
Stefán Teitur Þórðarson er í byrjunarliði Silkeborg sem mætir Steaua. Silkeborg fer upp í 2. sæti riðilsins með sigri ef Anderlecht tapar stigum.
West Ham: Areola, Coufal, Cresswell, Johnson, Ogbonna, Lanzini, Downes, Emerson, Paqueta, Benrahma, Bowen.
Man Utd: De Gea, Dalot, Lindelof, Martinez, Malacia, Casemiro, Fred, Antony, Fernandes, Rashford, Ronaldo.