Ensku liðin fóru öll með sigur af hólmi í Evrópukeppnunum í kvöld.
Sky Sports gaf öllum leikmönnum liðanna einkunnir eftir frammistöðu sína í kvöld. West Ham vann 2-1 sigur á Anderlecht þar sem Said Benrahma og Jarrod Bowen skoruðu mörkin en þeir fá báðir átta.
Manchester United vann dramatískan 1-0 sigur á Omonia þar sem Scott McTomainay kom inná af bekknum og tryggði liðinu sigurinn í uppbótartíma en hann fær einnig átta.
Cristiano Ronaldo og Antony fá aðeins fimm í einkunn.
Arsenal sigraði Alfons Sampsted og félaga 1-0 þar sem Bukayo Saka skoraði markið. Matt Turner markvörður liðsins var hins vegar valinn maður leiksins.
West Ham: Areola (6), Coufal (7), Johnson (6), Ogbonna (6), Cresswell (7), Lanzini (7), Downes (6), Emerson Palmieri (7), Lucas Paqueta (7), Bowen (8), Benrahma (8).
Varamenn: Scamacca (6), Fornals (7), Dawson (6), Soucek (n/a), Rice (6).
Man Utd: De Gea (6), Dalot (6), Lindelof (6), Martinez (6), Malacia (6), Casemiro (6), Fred (5), Antony (5), Fernandes (7), Rashford (6), Ronaldo (5).
Varamenn: Eriksen (6), Shaw (6), Sancho (7), McTominay (8).
Arsenal: Turner (7); White (6), Saliba (6), Holding (7), Tierney (7); Lokonga (6), Odegaard (7), Vieira (6); Saka (7), Nketiah (6), Nelson (6)
Varamenn: Xhaka (7), Martinelli (6), Marquinhos (6), Tomiyasu (7), Partey (n/a)