Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   fim 13. október 2022 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil óánægja hjá Southampton - Mikilvægur starfsmaður á förum?
Úr leik Southampton og Chelsea.
Úr leik Southampton og Chelsea.
Mynd: EPA
Chelsea er að vinna í því að ráða Englendinginn Joe Shields sem nýjan yfirmann leikmannamála hjá félaginu.

Shields, sem er 35 ára gamall, yfirgaf akademíu Manchester City í sumar og fór yfir til Southampton þar sem hann tók að sér stærra starf og fékk meiri ábyrgð.

Todd Boehly, eigandi Chelsea, er að taka til á bak við tjöldin hjá sínu félagi og hann vill ráða Shields til starfa til að gegna stóru hlutverki er varðar leikmannamál Lundúnafélagsins.

Þau tíðindi að Chelsea hefði áhuga og að Shield væri í viðræðum við annað félag, það kom Southampton í opna skjöldu og vakti upp reiði hjá félaginu.

Chelsea þarf ekki að fá leyfi til þess að ræða við Shields, en fólk hjá Southampton telur að um vanvirðingu sé að ræða í þessu tilfelli. Southampton hefur ákveðið að setja Shields í bann frá leikvangi og æfingasvæði félagsins á meðan farið er yfir málið og það leyst.

Southampton vill auðvitað halda Shields þar sem hann virðist vera mjög fær í sínu starfi og væri það talið áfall fyrir félagið að missa hann til Chelsea svona stuttu eftir að hafa fengið hann frá Man City. Chelsea þarf að borga ákveðna summu til að fá Shields yfir.


Athugasemdir
banner
banner
banner